Dráttarbílar ehf. hefur sinnt verktakastarfsemi, þungaflutningum, jarðvinnu og efnissölu síðan 1978 og hefur yfirgripsmikla þekkingu á verkum á því sviði.
Dráttarbílar ehf. sinna allri almennri jarðvinnu og þungaflutningum s.s jarðvegsskipti í innkeyrslum og húsum, niðurrif húsa, snjómokstur, fleygun, og völtun. Einnig sérhæfir fyrirtækið sig í sölu á mold, sandi, möl og grjóti til einstaklinga og fyrirtækja.
Dráttarbílar ehf. er traust fyrirtæki sem í áraraðir hefur lagt metnað sinn í vel unnin og vönduð verk fyrir viðskiptavini sína.